FYRIRSÖGN ÚT Í HRÓA HÖTT

Fyrirsögn þessarar fréttar er alveg fáránleg.  Lísandi fyrir vonda blaðamennsku þar sem stöðugt er verið að fjalla um hluti með neikvæðum formerkjum.   Hefði ekki verið nær að hafa fyrirsögnina með eftirfarandi vísan í fréttina.  Vöruskiptajöfnuðurinn 82,7 milljörðum króna hagstæðari eða vöruskipti hagstæð um 2,5 milljarða.    Á síðustu árum hafa sést mánuðir þar sem hallinn hefur verið viðlíka og allt þetta ár þannig að þessi fyrirsögn er villandi. 
mbl.is 29 milljarða halli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátt olíuverð gott til langstíma enn vont til skammstíma litið

Hátt olíuverð leiðir til minni sóunar og minni brennslu eldsneytis. Ferðalög minnka, notkun bifreiða minnkar, eldsneytisfrekar bifreiðar seljast minna og allt kapp er lagt á að finna nýja umhverfisvæna orkugjafa og umhverfisvænar vélar.

Til skammstíma litið þekkja allir áhrifin og finna, verðbólga.  Rekstrarkostnaður heimila og fyrirtækja hækka mikið og mörg fyrirtæki koma ekki til með að lifa það af hér heima sem erlendis. 

 

 


mbl.is Veruleg lækkun á olíuverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að blogga?

Hér kemur það, ekki veit ég afhverju í ósköpunum ég sit hér og skrifa þetta.  Afhverju er ég að blogga.  Mér datt þetta allt í einu í hug fyrir nokkrum dögum síðan að þetta gæti verið sniðugt þar sem í þessu gæti falist góð heilaleikfimi.  Konan spyr rétt í þessu "hvað ertu að gera", ég svara "Blogga", ég fæ frekar undarlegt augnarráð sent þar sem ég ætti eflaust frekar að eyða tíma mínum í þarfari verk og svo hef ég eflaust lítið til málanna að leggja og lítið að segja að hennar mati.  "Vertu þér ekki til skammar" segir hún rétt í þessu þessi elska.  Það er rétt að setja sér ákveðnar siðareglur í upphafi  sem maður getur stuðst við.   Hverjar eiga reglurnar að vera?

1. regla, ekki hafa bloggið of langt, bloggaðu frekar oftar, hafðu það hnitmiðað og ekki mikla langloku.  ( sé hér að ofan að ég er með full langar setningar í gangi, passa það næst).

2. regla, skrifaðu um eitthvað sem þú hefur vit á.

3. regla, ekki verða þér til skammar með því að setja aulaleg komment inná fréttir

4. regla, ekki vera klúr, reyndu frekar að vera fyndinn

5. regla, vertu jákvæður og kátur, láttu bros þitt sjást í gengum bloggið

6. regla, tíminn er dýrmætur, ekki eyða of miklum tíma í þetta

7. regla, reglur er til þess settar að brjóta þær   

Enn núna eru blessuð jólin komin.  Ég get ekki líst þeirri gleði sem ég fann á aðfangadag þegar það byrjaði að snjóa.  Mér fannst það dásamlegt.  Það sem allt verður jólalegt.  Ég og stelpurnar fórum út og gerðum snjókarl.  Það hjálpaði til við að gera biðina bærilegri.  Ég fór svo inn og stelpurnar fóru út á róló.  Birtist þá þar jólasveinn sem hafði leitað þær uppi.  Kom hann með þeim heim og færði þeim gjafir.

Jóladagur, loksins mikil snjókoma, loksins eitthvað af snjó.  Börnin og ég biðu spennt eftir því að komast út.  Bjartþór fór að hvíla sig um kl. 11.  Ég beið þess lengi fullur eftirvæntingar að litli drengurinn minn myndi vakna til að geta farið með honum og fallegu stelpunum mínum út að leika.  Loksins koma að því og við klæddum okkur út.  Rosalega var gaman, loksins eitthvað af snjó.  Það var svo stillt og fallegt veðrið.  Þetta minnti mann á það er maður var sjálfur barn.  Maður gat alltaf bókað það að þegar farið var að snjóa á veturna þá færi að styttast til jóla.  Hvað jólaljósin njóta sýn miklu betur þegar jörðin er fannhvít, það er allt svo jólalegt núna.  Ég sagði stelpunum frá því þegar ég var krakki og það snjóaði svo mikið að götur voru ófærar, skaflar náðu uppá húsþök og krakkar léku sér úti við það að búa til snjóhús og snjógöng.  Börnin mín hafa aldrei upplifað slíkt og man ég eftir tveimur skiptum sem Embla hefur fengið tækifæri til að gera snjógöng og snjóhús.  Snjórinn var okkur mikill gleðigjafi.

Jæja, en ég ætla að reyna að brjóta ekki reglu 1 og 6 í mínu fyrsta bloggi og segi bara vonandi geri ég eitthvað meira af þessu í framtíðinni því þetta er búið að vera ágætis skemmtun og hin fínasta heilaleikfimi þó málefnið hafi ekki verið flókið og ég hef ekki þurft að rökstyðja mikið þá skoðun mína að snjórinn er frábær.  Pabbi hafði alltaf þá skoðun að snjór væri ekkert til að dásama þar sem maður hefur aldrei upplifað það að þurfa að berjast um á milli staða, fleiri klukkutímum saman, jafnvel heiludagana, fara fetið meðan allt var ófært og allra veðra von.  Enn það er nú þannig með snjóinn eins og flest annað í okkar lífi að allt er gott í hófi.  Segi ég því bless í bili.  

Kveðja
Siggi


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband